Fullur gangur í LPA-verkefninu

Nú er unnið af fullu afli við stóra norræna verkefnið LPA – um nám á vinnustað (Læring på arbeidsplassen) sem er liður í áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálfbæra norræna velferð. Annar fundur aðstandenda verkefnisins var haldinn í Lilleström í Noregi 11.-12. mars.

 

Markmiðið með LPA-verkefninu er að efla fag- og starfsmenntun á Norðurlöndunum, einkum hvernig staðið er að skipulagningu og framkvæmd náms á vinnustað. Á fundunum er fjallað um mismunandi líkön, tilraunaverkefni og reynslu til þess að í hverju landi gefist tækifæri til umsagnar og endurgjöf um þær áskoranir sem blasa við. Gæðastarf, liðssöfnun, hindrun fráfalls, samstarf skóla, atvinnulífs og tækifæri fullorðinna til starfsmenntunar eru megin viðfangsefni verkefnisins. NVL kemur að verkefninu í gegnum norska vinnuhópinn til þess að tryggja að sjónarmið fullorðinna komi fram í verkefninu. Næsti fundarstaður verður í Þórshöfn á Færeyjum í maí. Verkefninu lýkur við árslok 2015 

Lesið nánar um LPA-verkefnið hjá Skolverket 
Og hjá Norrænu ráðherranefndinni NMR