Fundastaður fræðimanna og fræðsluaðila!

 

Fimmta ráðstefna norrænna fræðimanna um nám fullorðinna (Fifth Nordic Conference on Adult Learning) verður haldin í Reykjavík í ár. Boðið verður upp á spennandi dagskrá með fyrirlestrum bæði frá þekktum fræðimönnum og ungum doktorsnemum auk starfenda sem kynna hvernig kenningar og rannsóknir hafa áhrif á starfsemina.
Þar að auki verða aðalfyrirlesarar: Andreas Fejes prófessor við háskólann í Linköping og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Bjarne Wahlgren prófessor við Kaupmannahafnardeild háskólans í Árósum, sér um samantekt og leiðir „fishbowl“ umræður. 
Velkominn á tveggja daga ráðstefnu með öflugri dagskrá og spennandi umræðum.

Líttu á heimasíðu ráðstefnunnar og fáðu allra nánari upplýsingar: www.fifth.ncoal.org