Fundur með Tormod Skjerve

 

Fjölmenni var á góðum fundi FA, NVL og SA um hæfnistefnu og raunfærnimat í atvinnulífinu sem haldinn var í húsakynnum Samtaka atvinnulífsins í gær. Um 50 manns sátu fundinn auk nokkurra sem fylgdust með fundinum á netinu. Tormod Skjerve, norskur sérfræðingur um hæfnistefnu og mat á hæfni, hélt erindi um hæfnistefnu norðmanna og hvernig raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins hefur verið framkvæmt í norsku atvinnulífi.

http://frae.is/frettir/godur-fundur-um-haefnistefnu-og-raunfaernimat/