Fylgja ber jákvæðri þróun eftir

 

Á fundi dönsku ríkisstjórnarinnar og aðilum vinnumarkaðarins sem haldinn var þann 29. september s.l. og fjallaði um fullorðinsfræðslu og símenntun, kom fram að samstarf aðilanna þriggja hafði skilað góðum árangri. Grundvöllur fyrir fullorðinsfræðslu og símenntun hefur styrkst og úrvalið orðið fjölbreyttara. 
Þessu ætlar Bertel Haarder að fylgja eftir á nýju starfsári danska þingsins með fjölda tillagna með því markmiði að bæta, einfalda og styrkja menntun. Tillögurnar fela meðal annars í sér umbætur á endurskoðun framhaldsskólastigsins og umbótum á kerfinu fyrir námsstyrki, almennt afnám á skriffinnsku sem greiðir leið fyrir svæðisbundið frelsi og aukinn sveigjanleika. Ennfremur á að fylgja eftir frumkvæði ríkisstjórnarinnar um sérstök framlög til unglinga á aldrinum 15-17 ára. Lagt er til að settar verði á laggirnar 8-14 nýjar svokallaðar VEU miðstöðvar (símenntunarmiðstöðvar) í samvinnu við AMU miðstöðvar (vinnumarkaðsmenntun) og VUC  miðstöðvar (formlegar fullorðinsfræðslumiðstöðvar). Miðstöðvarnar eiga bæta gæði  grundvallar starfsmenntunar og almennrar fullorðinsfræðslu og símenntunar sínum landsvæðum. 

Nánar um jákvæða þróun

Nánar um tillögurnar