Fyrirmyndir í námi fullorðinna 2012

 

Í ár tengdust tilnefningar þema ársfundarins um nám og vinnumarkað. Að þessu sinni voru  það Jóhanna Sigríður Jónsdóttir tilnefnd frá Þekkingarneti Þingeyinga, Sveinn Vilhjálmsson frá IÐUNNI fræðslusetri og Sævar Gunnarsson frá Fræðsluneti Suðurlands sem fengu viðurkenninguna, ásamt blómvendi og IPAD. Í frásögnum þeirra af ferlinum kom fram að þau höfðu öll sigrast á erfiðum hindrunum í náminu og hvað þau voru þakklát fyrir hvatningu og uppörvun sem þau höfðu fengið af hálfu símenntunarmiðstöðvanna. Auk sterkari sjálfsmyndar og aukins sjálfstraust  töldu þau öll að námið hefði skilað þeim þekkingu og færni sem gerði þau hæfari starfsmenn á vinnumarkaði.

Meira á íslensku: www.frae.is/frettir/nr/412/