Fyrirtækin ánægð með símenntunarmiðstöðvarnar (VEU-centrene)

 

Símenntunarmiðstöðvarnar hafa náð markverðum árangri, fyrirtækin eru almennt ánægð með ráðgjöfina sem veitt er á miðstöðvunum, og ráðgjöfin hefur veitt betri yfirsýn yfir fullorðins- og símenntunartækifæri sem standa ófaglærðum og faglærðum til boða.
„Símenntunarmiðstöðvarnar hafa afkastað ýmsu á þessum tveimur árum og nú á enn að efla framlag þeirra“, segir Christine Antorini barna- og menntamálaráðherra. Í kjarasamningsviðræðum sem eru framundan munu stjórnvöld hefja umræður við aðila vinnumarkaðarins um hvernig unnt er að efla fullorðins- og endurmenntun og hvernig hægt er að efla starfsemi símenntunarmiðstöðvanna enn frekar.
Símenntunarmiðstöð er formlegt samstarf á milli þeirra stofnana sem bjóða upp á vinnumarkaðsmenntun og símenntun (VUC).

Meira: Uvm.dk
Evalueringsrapport: Eva.dk