Gæti valdið erfiðleikum flytjist norskukennsla fyrir innflytjendur og flóttamenn til háskóla

Niðurstöður nýrrar könnunar frá Ósló Met sýna að það væri gagnslítið að flytja norskukennslu fyrir flóttamenn og innflytjendur með æðri menntun í háskóla.

 
Mynd: Polina Zimmerman Mynd: Polina Zimmerman

Ástæðurnar eru að það getur verið erfitt fyrir mörg sveitarfélög að bjóða upp á norskukennslu.

Í könnuninni er yfirlit yfir það sem taka þarf tillit til ef ábyrgðin á norskukennslu verður færð á svið háskólanna. Jafnframt kemur fram hvaða áskoranir þátttakendur með æðri menntun standa frammi fyrir í tengslum við norskukennslu.

Vandamálið sem sveitarfélögin þurfa að takast á við í tengslum við tilboð um norskukennslu verður ekki leyst með því að flytja ábyrgðina til háskólanna. Hluti vandamálsins er sú staðreynd að það tekur marga þátttakendur í norskukennslu langan tíma að ljúka náminu, að minnsta kosti 1 ½ ár. Fyrir flóttamenn getur námstíminn orðið enn lengri. Þetta á einnig við um þá með lengri menntun að baki.

Farið er yfir eftirfarandi atriði:

  • Hverskonar norskukennsla stendur til boða á háskólastigi í dag? Hverjum þeirra sem nú nýta sér norskukennslu sveitarfélaganna myndi henta að sækja kennsluna frekar til háskóla? Hvaða afleiðingar (stjórnsýslulegar, hagnýtar, lagalegar, og aðrar sem varða gæði og mat) mundi það hafa í för með sér að flytja ábyrgðina á þessum hópi til háskólanna? Nánar í skýrslunni hér: Norskukennsla fyrir innflytjendur og flóttamenn með æðri menntun.

Nánar í skýrslunni hér: Norskukennsla fyrir innflytjendur og flóttamenn með æðri menntun.