Gagngerar breytingar gerðar og miklar fjárveitingar til fullorðinsfræðslunnar í Danmörku

 
Líta ber á viljann til þess að styrkja grundvöll fullorðinsfræðslu og símenntunar í samhengi við aukin framlög náms- og starfsrágjafa sem gerir þeim kleift að heimsækja, einkum lítil og meðalstór fyrirtæki, og þá einstaklinga sem minnsta menntun hafa og bjóða ráðgjöf um nám. Um þessar mundir fer fram útboð meðal menntastofnananna sem leiða á til þess að koma á laggirnar um það bil 20 ráðgjafanetum fyrir fullorðna sem eiga fást við þetta verkefni. Þetta er einnig gert í framhaldi af nýlegri lagabreytingu sem kveður á um að allir íbúar í Danmörku hafi rétt á að fá raunfærni sína metna með tilliti til náms í fullorðinsfræðslu og símenntun allt frá starfsmenntastofnunum, (AMU) til Diplomáms á háskólastigi.
Fleiri verkefni styðja þróun á mati á raunfærni (IKV) m.a.:
• stofnun landsmiðstöðvar fyrir mat á raunfærni með það að markmiðið að þróa, miðla þekkingu um og auka notkun á raunfærnimati.
• Þróun færnimöppu, sem á að auðvelda borgurunum við að safna saman upplýsingum um verklega færni sem og fræðilega. Möppuna er hægt að nálgast á rafrænan hátt sem gerir það að verkum að hægt er að uppfæra hana eftir þörfum, hægt er að sækja hana á slóðina www.minkompetencemappe.dk 
• Handbók fyrir aðila sem bjóða upp á mat á raunfærni með lýsingu á lögunum, tillögum að aðferðum og almennri ráðgjöf.
• Ráðstefnu um mat á raunfærni þann 23. október 2007 í "Den Sorte Diamant", í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar á: www.konferencer.net