Gæðamál fræðsluaðila í brennidepli hjá stofnun um starfsmenntaháskóla

 

Í skýrslunni er gerð grein fyrir mismunandi vinnulagi og gefin eru dæmi um hvernig fræðsluaðilar setja sér markmið um gæði. Öðruvísi var staðið að umbótunum á þessu sviði vegna þess að regluverkið var takmarkað. Ekki voru sett nákvæmar  samræmdar reglugerðir til þess að tryggja gæði heldur var lagt upp með að allir aðilar sem að menntuninni standa, starfsmenntaháskólar, ríkið, fræðsluaðilar, atvinnulífið og nemendur legðust á eitt við skilgreiningu á því hvað til þarf til þess að ná nægum gæðum hverrar námsbrautar.    

Þrjú svið sem talin eru mikilvæg til þess að uppfylla gæðaviðmið hafa verið könnuð og þeim er lýst í skýrslunni:
Stjórnun: Að skipting ábyrgðar sé greinileg og starfseminni sér stýrt af styrk og árangur náist.
Skjalfesting: Að lýst sé skriflega hvernig stefna skuli að auknum gæðum er fyrsta skrefið í öllu gæðastarfi.
Þátttaka: Að nýta alla þekkingu og reynslu allra hagsmunaaðila, einnig eftir að menntuninni lýkur.

Meira: Yhmyndigheten.se