Gæðamál háskóla á Íslandi

 

Gæðaráðið starfar í anda þeirra stofnana sem fara með skipulag gæðaeftirlits. Í því eiga einvörðungu sæti erlendir sérfræðingar. Formaður þess er Norman Sharp, fyrrverandi yfirmaður gæðaeftirlits með skoskum háskólum. Meðlimir gæðaráðsins munu sjálfir ekki taka beinan þátt í úttektum á háskólum hér á landi nema á þeim sviðum þar sem sérhæfing þeirra nýtist en eftir sem áður verða fengnir færustu fagsérfræðingar á hverju sviði til að annast þær.
Gæðaráðið mótar aðferðafræði fyrir mat á gæðum í kennslu og rannsóknum og mun gera tillögu til ráðherra um þriggja ára áætlun um eftirlit með kennslu og rannsóknum við íslenska háskóla. Það hefur mótað skýra stefnu um gæðaeftirlit á háskólastigi, sem m.a. gerir kröfur um að skólarnir viðhaldi ábyrgu innra gæðaeftirliti og felur í sér áætlun um ytra eftirlit.

Nánar: www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/6267