Gæði í fullorðinsfræðslu – ögrun?

 
Gæði við skipulag, tilboð og aðgengi að fullorðinsfræðslu verður æ mikilvægara þema þegar skipuleggja á fullorðinsfræðslu í takt við færniþörf einstaklingsins og samfélagsins.
Norrænt tengslanet hefur fjallað um og metið hvað felst í gæðum í fullorðinsfræðslu.  Á ráðstefnunni mun hópurinn segja frá reynslu sinni og leggja fram tillögur. Áhersla verður lögð á raundæmi og reynslusögur, innleiðingu og uppbyggingu ásamt rannsóknum á gæðaviðmiðum.
Boð á ráðstefnuna með dagskrá og hagnýtum upplýsingum verður sent út í lok febrúar.