Gæði í raunfærnimati í norrænum löndum – kortlagning

 

Skýrslan byggir á niðurstöðum heimilda sem safnað var saman úr skýrslum 5 landa, sem skrifaðar voru af verkefnastjórum í löndunum fimm. Í skýrslunni er gerð grein fyrir bæði fyrirmyndardæmum og mismunandi áskorunum og hindrunum sem blasa við þeim sem fást við raunfærnimat. Í skýrslunni er einnig að finna kynningu á því sem lagt var til grundvallar við kortlagninguna og hvernig ber að skilja gæði í raunfærnimati.
Höfundur skýrslunnar er Anne Marie Dahler frá UC Lillebælt (DK) og Håkon Grunnet frá  VIA UC (DK), en þau hafa bæði starfað fyrir Miðstöð raunfærnimats (NVR) í Danmörku. Sérfræðingahópur NVL um raunfærni var stýrihópur í verkefninu og fylgdist með framgangi þess, ræddi innihald og árangur. Nokkrir sérfræðingar úr hópnum tóku einnig þátt í vinnunni við útgáfu skýrslnanna frá löndunum auk þess að taka þátt í lokamálþingi verkefnisins sem haldið var í apríl. 

Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu NVL um skýrslur á dönsku og ensku.