Samskiptafærni skorar hæst allrar hæfni í könnuninni. Samtals 31 prósent aðspurðra eru sammála um það. 29 prósent telja að fagþekking sé mikilvægust. Þar næst er hæfni til samstarfs með 17 prósent.
Á tímum þegar norskt atvinnulíf einkennist af tölvuvæðingu, sjálfvirkni og auknum kröfum um hæfni, er með öðrum orðum mikil eftirspurn eftir félagslegri og tilfinningalegri færni.
– Lögð er áhersla á verðmæta eiginleika eins og að geta átt samskipti við aðra. Þetta getur bæði opnað tækifæri til starfsframa fyrir fólk í atvinnulífinu sem býr yfir félagslegum eiginleikum og haft áhrif að hvernig ráðningar verða í framtíðinni, segir tímabundinn framkvæmdastjóri Norsku færniþróunarstofnunarinnar Kompetanse Norge, Anders F. Anderssen.
Hversvegna er félagsleg færni svona mikilvæg?
Til þess að geta tekist á við áskoranir framtíðarinnar, er þörf fyrir samstarf þvert á geira og fög. Samskiptafærni er uppbót við faglega hæfni.
– Það er mikilvægt að sýna jafnframt að hægt er að þjálfa félagslega- og tilfinningalega færni. Þegar eftirspurn eftir þesskonar færni eykst verður jafnframt að leggja áherslu á hana í menntun- og fræðslu. Nú beinast sjónir einkum að faglegri og tæknilegri færni á meðan á menntun fer fram, segir Anderssen í Kompetanse Norge.
Samskipti mikilvægust í öllum geirum
Bæði í opinbera geiranum og í heilbrigðisþjónustu, kennslu, leikskóla og fjármálageiranum eru samskipti mikilvæg. Innan opinbera geirans telja alls 35 prósent að samskipti séu mikilvæg á móti 31 prósenti í einkageiranum.
Í fyrirtækjum á sviði menningar, skemmtunar og frístunda sækjast yfir 50 prósent eftir góðum samskiptaeiginleikum, næst fylgja verslun og viðgerðir farartækja 48 prósent, heilbrigðis- og félagsþjónusta með 44 prósent og gisti- og veitingaþjónusta með 42 prósent. Til geira sem upplýsa að þeir hafi litla þörf fyrir góða samskiptahæfileika teljast námuvinnsla með 0 prósent, iðnaður með 9 prósent, bygginga- og mannvirkjagerð, landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar með 10 prósent.
Mikilvægasta færnin í framtíðinni
Í svörum við spurningunni um hvaða eiginleiki muni verða mikilvægastur í atvinnulífinu eftir þrjú ár eru samskipti talin mikilvægust. Samstarfshæfni er í öðru sæti með 22 prósent svarenda. Aðeins í fyrirtækjum sem færniþörf er ófullnægð gætir mestrar áherslu á faglega forvitni. 34 prósent þessara fyrirtækja leggja áherslu á hana.
Þetta sýnir að samskipti við annað fólk muni að öllum líkindum verða einn mikilvægasti eiginleikinn í atvinnulífinu í framtíðinni. Þess vegna er mikilvægt að stefna að því að veita starfsfólki nauðsynlega hæfni á þessu sviði.