Greinargerð um endurskoðum starfsmenntanáms

 

Fimmtudaginn 8. apríl sl. var Helenu Dam frá Neystabø, mennta- og menningarmálaráðherra afhent árangur af starfi nefndarinnar, skýrsla með tilheyrandi tillögum. Í nefndinni sátu fulltrúar vinnumarkaðarins, starfsmenntaskóla og menntamálaráðuneytisins. Þar að auki hefur nefndin haft sér til aðstoðar vinnuhóp með fulltrúum19 starfsgreina á vinnumarkaði, kennurum og öðrum stofnunum.
Meginmarkmiðið með starfi nefndarinnar er m.a. að tryggja að þeir sem sótt hafa starfsmenntun frá Færeyjum njóti sömu réttinda og þeir sem hafa lagt stund á sambærilegt nám í nágrannalöndunum, að gera samstarfsamninga við önnur lönd, að tryggja að þeir sem ljúka menntuninni geti haldið áfram menntun á Færeyjum eða annarsstaðar og að aðlaga starfsmenntun og skipulag hennar að ríkjandi skilyrðum.
Meðal þess sem nefndin leggur áherslu á í skýrslunni er að komið verði á laggirnar vinnuhópi sem á að gera grein fyrir því hvernig hægt er að koma á kerfi fyrir mat á raunfærni í Færeyjum.

Nánari upplýsingar um starf nefndarinnar og skýrsluna er að finna á:  www.yrkisdepilin.fo