Greiningarnámskeið til aðstoðar atvinnuleitendum

 

Í október 2012 var haldið greiningarnámskeið í Illulisat með tveimur leiðbeinendum og 30 þátttakendum á aldrinum 19 – 59 ára. Þátttakendur voru á einu máli um að námskeiðið hefði verið gagnlegt. Þeir fengu bók um atvinnuleit og minnislykil með verkefnum sem þeir leystu á námskeiðinu. Hver þátttakandi sendi að minnsta kosti eina atvinnuumsókn inn til vinnustaða sem þeir gjarnan vildu vinna hjá, á meðan á námskeiðinu stóð. Þá heimsóttu þeir einnig fyrirtæki meðal annars til Pisiffik, Arctic TV, Hvide Falk hótel og Hótel Arctic. Að loknum heimsóknum, leituðu þeir á Internetinu til þess að kynna sér fyrirtæki í Illulisat og hafa sent inn umsóknir bæði óumbeðnar og eftir atvinnuauglýsingum, voru þátttakendur sammála um að þeir væru færari við atvinnuleit.

Eftir námskeiðið er þátttakendum fylgt eftir með einstaklingssamtölum um hvernig atvinnuleitin gengur. 

Námskeiðin eru haldin um allt Grænland af ólíkum ráðgjöfum sem tóku þátt í útboði er fram fór í ágúst á vegum atvinnumálaráðuneytisins. Sveitarfélögunum hafa tækifæri til þess að velja úr þeim tilboðum sem ráðuneytið hefur fengið. Talsverð óánægja hefur verið með hve stutt námskeiðstímabilið er. Þetta er annað árið sem námskeiðin eru haldin. Í mati frá árinu 2011 leiðir í ljós ánægju margra atvinnuleitenda með námskeiðin. Ekki hefur verið lagt mat á hve margir hafa fengið vinnu eftir að hafa sótt námskeið og óskandi væri að það verði gert ef boðið verður upp á greiningarnámskeið þriðja árið í röð. Þeir sem standa að námskeiðunum telja að þátttakendum fari fram í að gera umsóknir um atvinnu í fyrirtækjum sem þeir vilja vinna hjá. Einnig óumbeðnar skriflegar umsóknir.

Meira á Qaasuitsup.gl