Gríðarleg aukning fjárframlaga til fullorðinsfræðslu

 
Danska ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa gert með sér samkomulag um stóraukin fjárframlög til starfstengdrar sí- og endurmenntunar fyrir fullorðna.
Samkomulagið felur í sér:
- Að ríkisstjórnin styrki starfstengda sí- og endurmenntun fyrir fullorðna með stutta skólagöngu. Framlag ríkisstjórnarinnar eykst um 1 milljarð DKK. 
- Aukið framlag ríkisins til starfsnáms vinnumarkaðarins. Í fjárlögum ársins 2008 er boðuð tímabundin hækkun upp á 30 milljónir DKK árin 2008-2011. Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins eru þar að auki sammála um hækkun um 80 milljónir DKK árin 2008 – 2010 til að styrkja rekstrargrunn fræðslustofnana.
- Það er einhugur um aðgerðir sem fela í sér aukinn sveigjanleika varðandi útfærslu  menntunartilboðanna, t.d. með auknu vinnustaðanámi.  
Samningurinn miðast einkum við þá sem hafa stutt nám að baki.
Lesið samninginn á www.uvm.dk/07/documents/slutdokument.pdf