Grænland byggir menntabrú á norðurheimskautinu

Háskólar á Norðurheimsskautssvæðinu héldu menntasýningu fyrir allt íþróttafólkið sem tók þátt í Arctic Winter Games 2014 í Alaska

 

Í mars héldu á þriðjahundrað Grænlendingar til Fairbanks í Alaska til þess að taka þátt í Arctic Winter Games 2014 (AWG). Þar á meðal grænlenskir íþróttamenn, menntamálaráðherra Grænlands, Nick Nielsen og fulltrúar sveitarfélaga, heimastjórnarinnar og háskólans í Nuuk.

Þó íþróttir léku aðalhlutverkið á AWG, var bilið á milli landanna á Norðurskautinu einnig brúað.  Þann 19. mars kom það best í ljós en þá var öllu íþróttafólkinu um 2.000 manns boðið til sameiginlegrar menntasýningar. Þar var fulltrúi háskólans í Nuuk einnig staddur. Menntasýningin er sú fyrsta sinnar tegundar, var skipulögð af Háskólanum í Alaska í Fairbanks (University of Alaska Fairbanks, UAF) og Uarctic. Hið síðastnefnda er heiti samtaka háskóla, fræðasetra og annarra mikilvægra stofnana sem eru á Norðurskautssvæðinu. Markmiðið var að miðla þekkingu og reynslu. Löndin sem standa að Uarctic eru Kanada, Grænland, Finnland, Ísland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Bandaríki Norður Ameríku. 

Næstu AWG leikar verða haldnir á Grænland árið 2016.

Nánar um Uarctic her: www.uarctic.org

af Anne Roenne, anneroenne(ät)gmial.com