Grunnleikni í sjálfboðaliðageiranum í Noregi

Miðstöð færniþróunar í Noregi hefur úthlutað 25 milljónum norskra króna til 79 sjálfboðaliðasamtaka og frjálsra félagasamtaka úr styrkjaáætluninni Kompetansepluss frivillighet.

 

Fénu skal varið til kennslu fullorðinna í lestri, ritun, reikningi og færni í beitingu upplýsingatækni. Nær helming fleiri samtök hlutu úthlutun nú en á síðasta ári.

Listi yfir umsækjendur sýnir að fjölda ólíkra samtaka óskar eftir að koma á námskeiðum. Úthlutanir hlutu fræðsluverkefni hjá miðstöðum innflytjenda, mannúðarsamtökum, frjálsum félagasamtökum, heimilisiðnaðarfélögum, í fangelsum og bókasöfnum. Markhópur Kompetansepluss frivillighet eru fyrst og fremst fullorðnir með litla formlega menntun.
- Það er jákvætt að fleiri frjálsum félagasamtökum gefst tækifæri til þess að veita fullorðnum færni sem þeir þurfa til þess að taka þátt í atvinnulífinu og samfélaginu. Sjálfboðaliðasamtökin leggja með þessu sitt af mörkum til aðlögunar, segir þekkingarráðherra Norðmanna Torbjørn Røe Isaksen.

Meira

Heimild: Kompetanse Norge