Grunnleikni jafn mikilvæg í atvinnulífinu og samfélaginu

Fulltrúar atvinnulífsins staðfesta að grunnleikni sé mikilvæg forsenda færniþróunar í atvinnulífinu og ein leið til þess að þróa styrk Norðurlandanna.

 

Það vakti talsverða athygli þegar OECD birti skýrslu sína um grunnleikni fullorðinna í 40 löndum. Í PIAAC kom fram að í öllum norrænu löndunum eru fullorðnir sem ekki búa yfir nægilegri grunnleikni. Danir fóru með formennsku fyrir samstarfi Norðurlandanna þegar skýrslan kom út og þeir áttu frumkvæði í samræmi við formennskuáætlun sína að að koma  ásamt NVL á laggirnar vinnuhópi um grunnleikni. Megin verkefni vinnuhópsins var að fjalla um þær áskoranir sem blöstu við varðandi grunnleikni á Norðurlöndunum.

Vinnuhópurinn stóð meðal annars fyrir málþingi sérfræðinga um grunnleikni í Helsinki. Málþingið var liður í formennskuáætlun Finna og finnska mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð að framkvæmd málþingsins. 

Vinnuhópurinn kynnti skýrslu með niðurstöðum vinnunnar. Í henni er yfirlit yfir verkefni þar sem unnið er að því að efla grunnleikni í norrænu löndunum. Þannig er hægt að greina á þörf fyrir frekari aðgerðir til þess halda góðri stöðu á þessu sviði. Það er ekki aðeins mikilvægt til þess að  einstaklingar geti verið virkir á vinnumarkaði og í samfélögum á Norðurlöndum.

 Á málþinginu voru þrjú meginsvið rædd:

  • Hvernig er unnt að efla færni fullorðinna til þess að hún mæti kröfum vinnumarkaðarins?
  • Skortur á grunnleikni veldur erfiðleikum í námi og kemur í veg fyrir uppfærslu þekkingar þeirra sem eru starfandi á vinnumarkaði. Hvernig er hægt að ná til markhópsins?
  • Hvernig metur atvinnulífið þörf fyrir grunnleikni sem þátt í þróun þekkingar?

Á málþinginu var staðfest að efling grunnleikni er mikilvægt viðfangsefni á Norðurlöndunum öllum. Það er jafnframt mikilvægt að fjalla um viðfangsefnið jafnt af sjónarhóli menntunar og atvinnu. Fulltrúar atvinnulífsins staðfestu að grunnleikni leikur mikilvægt hlutverk í færniþróun í atvinnulífinu og er ein leið til þess að þróa sterka stöðu norrænu landanna.

Á málþinginu voru afmörkuð nokkur mikilvæg svið þar sem hægt er með þverfaglegu samstarfi að þróa frekar leiðir til að efla grunnleikni á Norðurlöndunum:

  • Það er þörf fyrir fleiri náms- og starfsráðgjafa sem geta veitt ráðgjöf við þróun náms- og starfsferils.
  • Það er þörf fyrir líkön þar sem hægt er að reikna út árangurinn af aðgerðum til að efla færni starfsfólks. 
  • Hvernig er hægt að hrinda í framkvæmd stefnu um færniþróun og þróun hennar meðal þjóðanna?
  • Hvernig er hægt að aðlaga nám, sem fullorðnir eiga víða rétt á, svo það henti bæði innflytjendum og „innlendum markhópum“?
  • Hvernig getum við þróað nýjar leiðir til þess að ná til markhópsins?