Gullverðlaun til Noregs

 
Ellefu Norðmenn sem tóku þátt í keppninni hrepptu verðlaun í sjö af átta greinum sem þeir kepptu í. Auk gullverðlaunanna tveggja hlutu þeir tvenn silfurverðlaun og þrenn brons. Þátttakendur frá 31 landi  tókust á Evrópumeistaramóti í iðngreinum (EuroSkills) í þrjá daga í september. Þeir voru dæmdir bæði fyrir framlag sitt sem einstaklingar sem og í liðum. Dómar byggja á gæðum, sköpun og getu til þess að skila unnu verki á tilsettum tíma.
Meira á:
www.regjeringen.no/nb/dep/kd/aktuelt/nyheter/2008/tidenes-medaljedryss-til-norge-i-yrkes-e.html?id=527099