Hæfnistefna til hvers?

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn þann 30. nóvember n.k. á Grand hótel í Reykjavík, kl.13:15 - 16:30.

 

Yfirskrift fundarins er Hæfnistefna til hvers? Fundurinn er haldinn í samstarfi við Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, NVL. Aðalfyrirlesari verður Gina Lund, framkvæmdastjóri Færnistofnunarinnar i Noregi (Kompetanse Norge) sem kynnir vinnu við mótun hæfnistefnu Norðmanna sem og stefnuna sjálfa en erindi hennar verður á ensku. Þá verða fyrirmyndum í námi fullorðinna veittar viðurkenningar.

Hægt er að skoða norsku stefnuna hér.

Nánari upplýsingar og dagskrána er að finna hér.