Hækkun kennaralauna til þess að bæta námsárangur í skólum

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja árlega þremur milljörðum sænskra króna til þess að hækka laun kennara og annarra starfsmanna í skólum til þess að bæta námsárangur í skólum.

 
Launahækkunin felur í sér að skólastjórar fá fjármagn frá ríkinu og geta hækkað laun kennara sem hafa þróað kennslu sína einir eða ásamt vinnufélögum og þannig tekist að bæta námsárangur nemenda eða náð markmiðum skólanna. Ríkisstjórnin telur að mánaðarlaun um það bil 60.000 kennara hækki um 2.500-3.500 sænskra króna. Til þess að fá fjárframlög frá ríkinu verða skólastjórar að hækka laun kennara umfram samningsbundnar hækkanir. Ekki er heimilt að nota  peningana til þess að ráða nýja kennara.