Hagkvæmt að búa í hverfum innflytjenda

 

 ​Lektor í hagfræði við Árósarháskóla, Anna Piil Damm, hefur rannsakað hve hve margir flóttamenn sem komu til Danmerkur frá löndum sem ekki teljast til Vesturlanda á árunum 1986 til 1998 hafa fengið vinnu í Danmörku. Niðurstöðurnar sýna að það geti verið nytsamlegt að hefja lífið í Danmörku í hverfi þar sem margir landar flóttamannanna eru fyrir, það geti átt þátt í því að greiða leiðina inn á vinnumarkaðinn.  

Fjöldi innflytjenda finna sér vinnu í gegnum landa sína eða aðra innflytjendur. Þess vegna geti verið nytsamlegt á búa í nágrenni við þá. Þó er það undir því komið að flestir þeirra séu í vinnu. Búi maður hins vegar í hverfum með mörgum atvinnuleitendum aukast líkur á því að maður lendi sjálfur í sömu stöðu.

Anna Piil Damm dregur þá ályktun af könnuninni að vandamálið felist ekki í því að margir innflytjendur búi nálægt hver öðrum. Í umræðum er áhyggjum jafnan lýst yfir fjölgun innflytjenda í ákveðnum hverfum, rót vandamálanna sé frekar að þeim innflytjendum sem fá ekki vinnu fjölgi sífellt, en að mati Önnu Piil Damm er ástæðan ekki sú að þeir búi við félagslega erfitt umhverfi  eða þar sem margir innflytjendur af ólíku þjóðerni hafa hópast saman.

Auk þess að auðvelda innflytjendum að komast út á vinnumarkaðinn getur það að búa nálægt þeim haft ákveðið hagræði í för með sér. Marga flóttamenn og innflytjendur skortir kunnáttu í dönsku við komuna til landsins, og því getur það létt lífið að búa nálægt löndum. Þá gefst oftar en ekki tækifæri til þess að kaupa hráefni sem óskað er eftir og þar er aðgangur að félagsskap fólks sem hefur skilning á kringumstæðum nýaðfluttra og reynslu af því hvernig auðveldast er að spjara sig í Danmörku.

Lesið frétt í Vikufréttum A4