Hagstofan í Finnlandi kannar þátttöku fullorðinna í menntun

 

Í könnuninni er spurt um þátttöku fullorðinna í menntun, þarfir þeirra og óskir um menntun auk áætlana um menntun almennt. Ennfremur er færni í tölvunotkun og tungumálum kortlögð sem og frístundaiðkun.
Slíkar kannanir á fullorðinsfræðslu hafa verið framkvæmdar í Finnlandi allt frá árinu 1980 með um það bil fimm ára millibili. – Með niðurstöðunum er hægt að fylgjast með þróun fræðslunnar yfir rúmlega þrjátíu ára tímabil, staðfestir  Helena Niemi  á finnsku hagstofunni.
Fullorðinsfræðslukönnunin er hluti af könnun Eurostat sem ber heitið Adult Education Survey. Í Finnlandi er framkvæmd könnunarinnar í samstarfi Hagstofunnar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. 

Meira: Stat.fi