Háskólarnir eiga að tileinka sér sameiginlega leið til þess að meta raunfærni fólks.

 
Lagt er til að starfsmenntaháskólar og háskólar tileinki sér sameiginlegar reglur um hvernig eigi að meta raunfærni sem fólk hefur aflað sér í atvinnulífinu til jafns við hluta af prófum. Vinnuhópur sem hefur rannsakað efnið skilaði inn minnisblaði til menntamálaráðherra Finnlands Antti Kalliomäki þriðjudaginn 23.janúar 2007. Eins og er nota háskólarnir ekki samhæfðar aðferðir við að meta þá raunfærni sem stúdentarnir hafa tileinkað sér. Oft eru aðferðir við að meta fyrra nám og þá einkum raunfærni sem stúdentar hafa tileinkað sér á annan hátt en í gegnum formlega menntun eins og t.d. með reynslu af mismunandi störfum, einnig mismunandi innan háskólanna. Um leið og tækifærum til hreyfanleika nemanda á milli landa fjölgar, eykst þörfin fyrir samhæfðar aðferðir. Vinnuhópurinn leggur áherslu á að mikilvægi þess að alls staðar séu notaðar samhæfðar aðferðir við að meta færni stúdenta og þekkingu á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Það er nauðsynlegt til þess að tryggja réttindi stúdentanna.  
Link.