Háskólarnir fá 19,9 milljónir DKK úr sjóði menntamálaráðuneytisins

 
Menntamálaráðuneytið hefur veitt Samtökum um Lýðháskóla í Danmörku fjárveitingu upp á 19,9 milljónir DKK til verkefnis, þar sem ungu fólki með ófullnægjandi undirbúning er gert kleift að stunda nám í grunndeild iðngreina á meðan á dvöl þeirra í lýðháskóla stendur. Unga fólkið, sem ekki er í framhaldsskóla, kann að hafa not fyrir viðbótarkosti að hinni formlegu menntabraut. Kost, þar sem samvera og handleiðsla er í miðpunkti. Með því að skapa aukið samstarf milli formlega skólakerfisins og lýðháskólanna, aukast möguleikar unga fólksins á því að ljúka formlegri framhaldsskólamenntun. Með þessu fyrirkomulagi vonast Lýðháskólarnir eftir því að geta hjálpað til við að uppfylla markmið ríkisstjórnarinnar um að 95 % hvers árgangs á framhaldskólaaldri ljúki formlegri framhaldsskólamenntun árið 2015, og bæði menntamálaráðherrann og formaður Samtaka um Lýðháskóla í Danmörku vonast til að sérleg færni lýðháskólanna í aðstoð við nemendur í  „námi með virkri þátttöku“ og skuldbindandi félagsskap eigi við í samstarfinu um unga fólkið. 
Lesið meira á www.uvm.dk/08/satspulje.htm?menuid=6410