Háskólarnir nutu stuðnings við mörkun

 

 

Finnska Akademían hefur veitt 50 milljónum evra í styrk til tíu háskóla til þeir geti markaðsfært ákveðin fagsvið. Grundvöllurinn er að slík mörkun eflir markviss og fjölvísindaleg rannsóknasvið háskólanna. Þetta er í fyrsta skipti sem fé er veitt í þessum tilgangi. Í skýrslu um fjárveitinguna kemur stendur: „Nýja fjárveitingin er afar mikilvæg og einnig frá alþjóðlegu sjónarhorni. Með henni gefst háskólunum tækifæri til þess að efla samkeppnishæfni sína. Með auknu samstarfi getur markaðsstarfið einnig eflt rannsóknir á ákveðnum sviðum.“ Háskólarnir hafa lagt fram fjölbreyttar tillögur að markaðsfærslu og aðgerðum. Til dæmis leggur Háskólinn í Austur-Finnlandi áherslu á rannsóknir á hreyfanleika og menningarheima og Jyväskylä háskóli á öryggi í upplýsingatækni.  

Nánar