Háskóli Íslands stækkar

 

Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir er heildarfjöldi umsækjenda um grunn- og framhaldsnám á níunda þúsund. Umsækjendur um grunnnám dreifast nokkuð jafnt yfir öll fimm fræðasvið Háskólans. Mesta fjölgun umsókna er þó á Heilbrigðisvísindasviði en þar eru umsóknir 31% fleiri en í fyrra. Háskóli Íslands hefur vaxið gríðarlega síðustu ár. Skólinn stækkaði um fjórðung við sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands 1. júlí 2008 og svo aftur um 20% við inntöku nýnema síðasta haust.

Meira: www.hi.is/frettir/18_fjolgun_umsokna_i_haskola_islands