Heimasíða Leiknar, samtaka fullorðinsfræðsluaðila á Íslandi

 
Leikn er sameiginlegur vettvangur aðila í fullorðinsfræðslu á Íslandi og málsvari þeirra gagnvart stjórnvöldum. Tilgangur samtakanna er að efla fræðslu fullorðinna á Íslandi. Samtökin vilja stuðla að virkri umræðu um sí- og endurmenntun, auka upplýsingamiðlun og samskipti og samstarf milli fullorðinsfræðsluaðila og stjórnvalda annars vegar og efla erlend samskiptiá sviði fullorðinsfræðslu hins vegar. Rétt til aðildar að samtökunum eiga fræðsluaðilar eða frjáls félagasamtök sem hafa það meginhlutverk að bjóða fræðslu fyrir fullorðna, starfa til almannaheilla á samfélagslegum grunni (nonprofit), eru sjálfstæðir rekstraraðilar og starfa utan hins almenna skólakerfis.
Sjá heimasíðuna www.leikn.is.