Helsinki gerir hönnun að hluta lífsins

 

Auk samstarfssveitarfélaganna studdu margir háskóla og aðrar menntastofnanir, auk fyrirtækja og stofnana innan hönnunargeirans umsókn Helsinki. Pajunen bendir á að hönnun hafi umtalsverða þýðingu á breiðu sviði. „Markmiðið er að þróa borgina og auka lífsgæðin. Hugmyndafræði hönnunar er t.d. hægt að nýta til þess að endurskipuleggja þjónustugeirann. Grunngildi góðrar hönnunar er að hún sé notendavæn, sjálfbær og hafi þægileg áhrif.“
Að mati Pajunen þarf að hefja vinnuna án tafar. Málið muni snúast um mikið meira en eina borg eða eitt ár. Heimsborg hönnunar þjónar langtíma þróun og styrkir stöðu Helsinki á alþjóðavettvangi. 
Helsinki verður þriðja heimsborg hönnunar á eftir Tórínó (2008) og Seoul (2010). Útnefningin til einhverrar borgar í veröldinni er gerð annað hvert ár. Að baki útnefninganna stendur hönnunarstofnunin Icsid sem tilkynnti um ákvörðun sína í tengslum við heimshönnunarráðstefnuna í Singapúr þann 25. nóvember sl.  

Meira...