Herferð um raunfærni

 
Raunfærnimat auðveldar aðgengi að endurmenntun er aðalboðskapur mikillar herferðar sem danska Menntamálaráðuneytið hefur nýlega hleypt af stokkunum. Ráðuneytið stefnir að því að tengja saman aðila vinnumarkaðarins og fyrirmyndir í námi til þess að breiða út boðskapinn. „Þú getur meira en þú heldur“ og „Af hverju að læra það sama tvisvar?“ eru heiti tveggja bæklinga sem hafa verið gefnir út af þessu tilefni. Sá fyrri beinir sjónum sínum að ófaglærðum og faglærðum starfsmönnum en hinn er einkum ætlaður uppeldisfræðingum, kennurum, félagsráðgjöfum og öðrum á sviði Félags starfs- og embættismanna (FTF).
Með herferðarbæklingunum fylgir plakat. Þar að auki hefur ráðuneytið framleitt dreifirit sem fagfélög og félög atvinnurekenda geta nýtt til þess að aðlaga að meðlimum þeirra og hvetja þá.
Lesið meira um herferðina og dreifirit ráðuneytisins o.fl. www.dfs.dk/netavisen/undervisningoguddannelse/
kampagneomrealkompetence.aspx