Hlutfallslega færri Íslendinga sækja sér fræðslu

 

Hlutfallið var 22,3% árið 2003 en fór hæst í 27,7% árið 2006 og 27,1% árið 2012.

Árið 2013 sóttu 41.900 manns á aldrinum 25-64 sér fræðslu, annað hvort í skóla eða aðra fræðslu með leiðbeinanda, eða 25,6% landsmanna. Það er fækkun um 1.700 manns frá árinu 2012. Frá árinu 2003 hefur hlutfall landsmanna á aldrinum 25-64 sem stundar einhvers konar menntun heldur farið hækkandi.

Sé miðað við aldurinn 16-74 ára, sóttu 30,9% landsmanna sér fræðslu árið 2013, 70.100 manns, sem er fækkun um 1.700 manns frá árinu áður. Fleiri konur en karlar sækja sér fræðslu. Þannig sóttu 29,0% kvenna á aldrinum 25-64 ára einhvers konar fræðslu árið 2013, þar með talið nám í skóla, en aðeins 22,3% karla.

Sótt af http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=11071 16.2. 2015