Hlutverk starfsmenntununar í nýsköpunarstarfsemi kannað

Hlutverk starfsmenntunar er ekki greinilegt í svæðisbundinni nýsköpunar- og vöruþróunarstarfsemi.

 

Starfsmenntunin hefur fyrst og fremst snúið að því að styðja og efla atvinnulífið, sjá því fyrir færni og tryggja aðgengi að vinnuafli. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greiningu finnsku menntamálastofnunarinnar á hlutverki og þýðingu starfsmenntunar í svæðisbundinni rannsóknar-, þróunar-, nýsköpunarstarfsemi. Stöðumatið sýnir að samstarf starfsmenntunar og atvinnulífsins er náið og að tekið er tillit til þarfa atvinnulífsins í frekari þróun á formi samstarfs. En jafnframt að sjónarmið nýsköpunar- og vöruþróunar séu til dæmis greinileg í námi á vinnustað. Í náminu er hvatt til frumkvöðulsháttar og virka þátttöku nemenda sem framleiðanda þekkingar og skilnings sem leggur grunn að  forsendum fyrir hagkvæma og markvissa  nýsköpunarvirkni.

Meira