Hlynnt að dreifbýlinu með góðum árangri

Markmið dreifbýlisverkefnisins Nuiki sem hófst á síðasta ári, er að veita íbúum tækifæri til þess að sækja sér menntun. Góður árangur náðist af verkefninu á fyrsta árinu en þá luku 43 af 45 þátttakendum á ólíkum aldri námsferlinu.

 


Markmið dreifbýlisverkefnisins Nuiki sem hófst á síðasta ári, er að veita íbúum tækifæri til þess að sækja sér menntun. Góður árangur náðist af verkefninu á fyrsta árinu en þá luku 43 af 45 þátttakendum á ólíkum aldri námsferlinu.

Námið jafngildir lokastigi grunnskólans í grænlensku, dönsku, ensku og stærðfræði og lýkur með prófi. Í ferlinu njóta námsmenn tækifæra til persónulegrar þróunar undir leiðsögn náms- og starfsráðgjafa. Kennslan fer fram í grunnskólunum með kennurum frá svæðinu eftir að hefðbundinni kennslu lýkur.
Efnt var til verkefnisins vegna þess að íbúar á dreifbýlum svæðum hafa minni menntun að baki en meðaltal íbúa landsins. Fyrst var einu verkefni hrint í framkvæmd í  Itilleq við Sisimiut og nú eru þessi eins árs byggðaverkefni orðin 12, með um það bil 15 námsmönnum í hverju verkefni. Verkefnið felst ekki einungis í menntun. Á landsbyggðinni eiga íbúar oftar við ýmis félagsleg vandamál og neyslu að etja. Persónulegri þróun er beitt við stuðning og sem hvatningu til þess að halda áfram, mottóið er: Það er eðlilegt að lenda í vandræðum, engin kemst hjá því, en það er ekki í lagi að aðhafast ekkert til þess að leysa þau. Áætlanir eru um að verkefninu ljúki ekki fyrr en 2017.

Nánar um verkefnið: www.nuiki.gl.

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl