Hópstjórar námshringja gegna þýðingarmiklu hlutverki í alþýðufræðslunni

Í Svíþjóð eru 90.000 hópstjórar sem búa yfir ólíkri færni og sýn þeirra á verkefnin byggir einnig á mismuni á milli fræðslusambanda. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu sem ber yfirskriftina "Cirkelledare - folkbildningens fotfolk och drivkraft".

 
Hópstjórar námshringja gegna þýðingarmiklu hlutverki í alþýðufræðslunni Johannes Jansson/norden.org

Meðal þeirra hundruða þúsunda einstaklinga, sem í gegnum námshringi eða annars konar alþýðufræðslu leggja stund á nám og þróun ásamt öðrum, eru nálægt 90.00 einstaklingar virkir sem hópstjórar í einhverju af hinum tíu fræðslusamböndum í Svíþjóð.  

Niðurstöður könnunarinnar sýna flókna mynd meðal annars vegna þess að ólíkar kröfur eru gerðar til færni stjórnendanna en þær fara bæði eftir innihaldi námsins og fræðslusambandi. Mismuninn má skýra með ólíku rekstrarformi, sögulegri tilurð og þróun sem og ólíkum gildum sem fræðslusamböndin byggja starfsemi sína á. 

Nánar á Folkbildning.se