Hvað hvetur, hvað letur?

 

Þema ársfundarins og ársritsins Gátt sem kom út á ársfundinum var þátttaka fullorðinna í námi. Rúmlega 120 manns hlýddu á erindi um hindranir, hvatningu og möguleg úrræði til þess að auka þátttöku í námi. Þá voru fyrirmyndum í námi fullorðinna veittar viðurkenningar. Þetta var í fjórða skiptið sem FA veitir slíkar viðurkenningar. Nú hlutu þau Björgvin H. Björgvinsson og Hjördís Unnur Másdóttir viðurkenningar fyrir árangur sinn.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur í tengslum við ársfund sinn frá árinu 2006, veitt verðlaun þeim einstaklingum sem hafa sýnt góðan námsárangur, frumkvæði og kjark og þar að auki náð að yfirstíga ýmis konar hindranir í sínu námi eins og t.d. námserfiðleika. Markmið Fræðslumiðstöðvarinnar með viðurkenningunum er að vekja athygli á námsárangri fullorðinna einstaklinga sem hafa tekið þátt í viðfangsefnum FA í samstarfi við fræðslu- og símenntunarstöðvar og er þar átt við: Vottaðar námsleiðir, Raunfærnimat og Náms- og starfsráðgjöf og finna námsmenn sem vilja miðla öðrum af reynslu sinni og um leið hvetja til náms.

Meira: www.frae.is/forsida/