Hvaða leið ætlar þú út á vinnumarkaðinn?

Þessi og fleiri spurningar hljóma víða um þessar mundir, vegna þess að ráðgjafar frá ALS (vinnumiðluninni ), ferðast um gervallar Færeyjar til þess að ná persónulegu sambandi við atvinnuleitendur. ALS býður upp á ráðgjöf um færniþróun, atvinnutækifæri og atvinnuumsóknir.

 

Fram til þessa hafa 200 atvinnuleitendur þegið tilboð um ráðgjöf frá ALS og tekið þátt í hvatningarviðtölum um eigin færni, reynslu, drauma, og óskir um atvinnu, menntun, færniþróun, raunfærnimat, námskeið og svo framvegis. Að sögn ALS hefur tilboðinu verið vel tekið. Nánar um aðgerðirnar á  www.als.fo og hlustið á viðtal við Høgna í Stórustovu á Kvf.fo.