Hvernig eiga þeir sem sitja í fangelsi að afla sér stafrænnar hæfni?

Til þess að vera virkur í samfélaginu er nauðsynlegt að hafa grunnleggjandi starfræna hæfni. En hvernig eiga þeir sem sitja í fangelsi að afla sér stafrænnar hæfni án þess að örygginu sé stefnt í hættu? Christer Olsson starfar hjá Fangelsismálastofnuninni í Svíþjóð er með í norrænum vinnuhópi sem hefur kannað tækifæri til aukinnar notkunar upplýsingatækni fyrir námsmenn í fangelsi.

 
Christer Olsson. Mynd: Úr einkaeigu Christer Olsson. Mynd: Úr einkaeigu

Gera á stafræna færni hluta af öllum greinum í skólum í Svíþjóð. Þetta kemur fram markmiðum sænsku Menntamálastofnunarinnar sem öllum kennurum í Svíþjóð ber að fylgja.

– Í fangelsunum hafa námsmenn ekki aðgang að þeirri stafrænu tæknin sem þarf til að uppfylla markmiðin, segir Christer Olsson, kennari sem á þátt í þróun fangelsismálastofnunarinnar í Svíþjóð.

Hann hefur staðið að gerð upplýsingamyndbanda um kennslu í fangelsum í samstarfi við félaga sína í neti NVL um kennslu í fangelsum. Fólk sem er svipt frelsi eiga á hættu að einangrast frá stórum hluta samfélagsins ef þér fá ekki þjálfum í að nota Internetið eins og aðrir.

Í einu upplýsingamyndbandinu segir Per Thrane sem starfar við dönsku fangelsismálastofnunina frá einstaklingi sem setið hefur inni í mörg ár í lokuðu fangelsi sem ekki vissi hvað Internetið er. Honum fannst það vera ógnandi og vildi ekki stofna tölvupóstfang vegna þess að hann hélt að það kostaði peninga. En um leið er ekki hægt að leyfa dæmdum einstaklingi frjálsan aðgang að Netinu. Áhættan er allt of mikil á að einstaklingurinn haldi afbrotum áfram yfir Netið. Áskorunin felst í því að viðhalda örygginu en veita föngum sem leggja stund á nám að efla stafræna færni sína til þess að þeir geti aðlagast lífinu fyrir utan veggi fangelsisins þegar þeir hafa afplánað dóma sína.

Staðreyndir

Nokkur dæmi um stafræna hæfni

 • Að geta með aðstoð upplýsingatækni og miðlum leyst einföld og hversdagsleg verkefni á vinnustað, til dæmis pantanir og tölvupóst.
 • Að geta beitt algengum stafrænum lausnum í samfélaginu.
 • Að geta kynnt einfalt efni með því að nota stafræn verkfæri og miðla.
 • Að eiga samskipti og samstarf með algengum stafrænum aðferðum.
 • Að leita að og meta upplýsingar.
 • Að leita, velja, meta og rannsaka upplýsingar á netinu á gagnrýninn hátt.
 • Að vera gagnrýninn og íhuga hvernig sendandi hefur áhrif á efni mismunandi stafrænna miðla. 

Heimild: Sænska Menntamálastofnunin

Staðreyndir um kennslu í fangelsum í Svíþjóð

 • Um það bil 140 kennarar eru starfandi hjá fangelsismálastofnun. Þeir hafa allir kennsluréttindi.
 • Til boða eru 130 fræðileg námskeið.
 • Námsmenn hafa einstaklingsmiðaða námsáætlun. Í kennslustundum er maður á mann og námskeið geta hafist og þeim lokið hvenær sem er ársins. Hvorki er um að ræða annir né leyfi.
 • Fleiri hafa hug á námi en hægt er að veita. Ungir fangar, og þeir sem hafa minnsta menntun og mesta þörf njóta forgangs.
 • Kennarar kenna bæði í skólastofum og með aðstoð stafrænna miðla.

Krækja í myndbönd netsins um upplýsingatækni í kennslu í fangelsum.

Allt frá 2008 hefur fangelsismálastofnunin í Svíþjóð aðeins ráðna kennara. Áður hafði stofnunin samið við mismunandi sjálfstæða aðila sem sáu um kennsluna, en það reyndist ekki vel. Meðal annars var framboðið af námskeiðum allt of takmarkað. Í dag getur kennslan farið fram bæði saman í rými og í fjarkennslu, allt eftir því hvar námsmaðurinn er staddur. Margir sem afplána eru fluttir á milli mismunandi stofnana og þökk sé fjarkennslu gegnum stafræn hjálpartæki geta þeir lokið námi sínu hjá sama kennaranum.

– Á þann hátt getum við nýtt færni kennaranna til fullnustu og boði upp á fjölbreytt námskeið, segir Christer Olsson.

Mjög áþekk „venjulegri“ kennslu

Christer Olsson segist hafa unnið í tíu ár sem stærðfræðikennari Skänningestofnunina í Austur-Gautlandi áður en hann var ráðinn í núverandi stöðu við starfræna þróun við fangelsismálastofnunina.

En hvernig er að vinna sem kennari í fangelsi? Kannan hann hvaða brot námsmenn hans hafa hlotið dóm fyrir?

– Áður en ég fór að vinna þar hélt ég að ég myndi verða fyrir áhrifum af einstaklingum sem höfðu framið einhver voðaverk, en það kom mér á óvart að ég átti eðlileg samskipti við þá sem manneskjur. Í náminu skiptir það sem tilheyrir fortíðinni engu, þá kanar maður hvort námsmaðurinn er áhugasamur, er reiðubúinn til þess að leggja sig fram. Ég tel að í framhaldsskólum séu unglingar sem kljást við erfiðleika sem hafa áhrif á framlag þeirra í skólanum, segir Christer Olsson.

Hann bætir við:

– Það er gott að íhuga að þegar maður starfar sem kennari hjá fangelsismálastofnun er maður líka fangavörður og ber skylda til að viðhalda þeim gildum sem samfélagið byggir á.

Hann hefur aldrei orðið fyrir beinlínis ógnandi atvikum í kennslu.

– Nei, ég hef aldrei upplifað ógnandi aðstæður. En aftur á móti hefur komið fyrir að einhver hefur reiðst og æstur en það er ekkert öðruvísi en það sem gerist og gengur í venjulegum skólum. Auðvitað getur okkur greint á um skoðanir. Við sem störfum í fangelsum erum þar að auki undir meiri vernd en venjulegir kennarar, við erum alltaf með aðvörunarbúnað svo mér finnst ég vera öruggur, segir hann.

Munur á milli Norðurlandanna

Í nýju hlutverki við stofnunarþróun komst Christer í kynni við norræna verkefnið um upplýsingatækni í kennslu í fangelsum. Yfirmaður Christers, Lena Broo sem hefur um árabil verið meðlimur í norræna fangelsismálanetinu bauð honum í vinnuhópinn um upplýsingatækni. Í byrjuninni var Christer kvíðinn yfir að hitta félaga frá hinum Norðurlöndunum.

– Ég er ekkert sérstaklega sleipur í enskunni þótt ég skilji hana vel. En ég hef fengið að tala sænsku þegar ég hef ekki getað tjáð mig á ensku, segir hann.

Hann segir að það hafi líka komið honum á óvart hve mikill munur er á milli landanna hvað varðar internetaðgengi í fangelsunum.

– Skipulagning kennslu í fangelsum er mismunandi í löndunum sem meðal annars er vegna mismunandi laga. Það hefur svo áhrif á að tæknilausnir eru líka mismunandi. Við samanburð koma bæði kostir og gallar við mismunandi lausnir vandamála í löndunum í ljós.

Norðurlöndin hafa mismunandi stefnu um hvernig fangar fá að nýta stafræna tækni almennt og sérstaklega námsmenn. Norðmenn eru frjálslyndari hvað varðar Internetið. Í Svíþjóð voru á árum áður svokallaðar „hvítlistaðar“ síður sem voru leyfðar, en það gagnaðist ekki þegar Internetið varð smám saman opnara fyrir samskiptum. Frá haustinu 2019 er Internetið lokað námsmönnum í sænskum fangelsum. Þeir hafa aðeins aðgang að innraneti þar sem þeir geta haft samskipti við kennarann sinn.

Öryggisstig og stafrænt bæjarleyfi

Norræni hópurinn hefur lagt fram nokkrar tillögur um hvernig þróa mætti kennslu í fangelsum svo ná megi jafnvægi á milli þess að veita grundvallar stafræna hæfni og hættunnar á að fangar brjóti á ný af sér í gegnum internetið. Meðal tillagnanna er að aðgengi að internetinu beri að flokka á sama hátt og öryggisstigin í fangelsunum, þar sem þriðja stigið nær yfir opna stofnun en það fyrsta er strangara. Því betur sem fangar hegða sér og eftir því sem styttist í lausn þeim mun frjálsari aðgang ættu þeir að hafa að Internetinu.

Önnur tillaga varðar stafræn bæjarleyfi sem fangar geta sótt um. Það getur jafnast á við venjuleg bæjarleyfi þegar fangar njóta frelsis um stuttan tíma til þess að undirbúa sig undir lífið utan fangelsisins. Á sama hátt myndu stafræn leyfi veita aðgang að Internetinu í skamman reynslutíma.

Vinnuhópurinn leggur jafnfram til að kennarar við fangelsismálastofnun ættu að geta kennt gegnum myndsamtal. Í dag fer kennslan í fangelsum annaðhvort fram í venjulegum hópum eða gegnum síma.

– Það er ekki ákjósanlegt að útskýra hvernig maður diffrar eða tegrar í símtali. Það er mikið auðveldara að geta sýnt, segir stærðfræðikennarinn Christer Olsson.

Auk stærðfræði hefur Christer Olsson kennt forritun, sem er gagnleg þekking fyrir þann sem er á leið út í atvinnulífið. Hann hefur verið spurður hvort ekki sé hætta á að sumir nemendur nýti þekkinguna til við saknæmt athæfi.

– Mér finnst það mjög þröngur skilningur á þekkingu. Ég hef þá trú að dýpri þekking hafi jákvæð áhrif á fólk og við verðum að verja réttindi fólks.

En ef fangar hafa tækifæri til þess að eiga samskipti við nána og kæra í gegnum tölvupóst eða félagsmiðlana – býður það ekki heim áhættu um að þeir sendi öðrum afbrotamönnum dulkóðuð skilaboð? – Þeir geta líka gert það með skrifum á pappír og í síma. Ég tel að það sé einfaldara að vakta stafræn samskipti en venjuleg bréf, segir Christer Olsson.