Hvernig er hægt að efla áhuga þeirra sem hafa litla menntun?

 
Spurningunni um hvernig sé hægt að efla áhuga þeirra sem hafa litla menntun var varpað fram á vel sóttum, hvatningardegi fyrir skóla, fyrirtæki og samtök um færnieflingu skammskólagenginna sem haldin var miðvikudaginn 27. september síðastliðinn. Þá hittust fulltrúar frá menntamálaráðuneytinu, atvinnulífinu, starfsfræðsluaðilum, fullorðins- og vinnumarkaðsfræðslunni iðnskólunum og háskólum til þess að fræðast nánar um hvernig hægt er að bæta þekkingarstigið og hvetja þá sem litla menntun hafa til þess að sækja sér fræðslu. Knud Illeris, prófessor við danska Kennaraháskólann, fjallaði í erindi sínu um tvíbent samband skammskólagenginna til menntunar, það er að segja að þeir vilja gjarnan bæta við sig menntun en um leið helst sleppa við það. „Einmitt þessar kringumstæður á kerfið okkar erfitt með að takast á við“ sagði hann. Það er nauðsynlegt að kanna nánar hvernig, menntun, kennsla og ráðgjöf geta orðið þeim skammskólagengnu til framdráttar á þann hátt að þeir verðir færari um að taka ákvarðanir upp á eigin spýtur. Hann taldi að dagháskólarnir væru mikilvægar stofnarnir til þess að mæta þessari þörf skammskóalgenginna.
Meira um daginn ”Inspirationsdag om kompetenceløft for kortuddannede” sem ráðið fyrir símenntun skammskólagenginna(KFU)  skipulagði í samráði við ráðið fyrir starfsmiðaða fullorðins- og símenntun (REVE) í tímariti  NVL www.dialogweb.net nr 6/2006.