Hvernig gengur þróun raunfærnimats á Norðurlöndum?

Norræn málstofa í Stokkhólmi 23. nóvember 2018

 

Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, (NVL) og sænska menntamálastofnunin bjóða til norrænnar málstofu sem byggir á tilmælum frá ESB frá  2012 þar sem aðildarþjóðirnar eru hvattar til að hafa mótað stefnu um raunfærnimat í síðasta lagi árið 2018. Sérfræðinganetið um raunfærnimat gaf fyrir nokkrum árum út skýrslu (Vegvísi 2018 / Roadmap 2018 / Färdplan 2018) þar sem lagðar eru fram tillögur um hvernig land eða svæði geta notað fjölda vísa til þess að sýna fram á stöðu raunfærnimats í viðkomandi landi / svæði / geira / stofnun. Á málstofunni í nóvember verður skýrslan kynnt og mat sérfræðinganna á stöðunni í hlutaðeigandi landi. Nánari upplýsingar á Vegvísir 2018 

Þá verður einnig fjallað um mikilvægi gæða í vinnu við raunfærnimat og NVL mun kynna líkan um gæði í raunfærnimati á málstofunni. Í markhópi fyrir málstofuna eru leiðandi einstaklingar sem vinna að raunfærnimati á landsvísu, svæðisbundið eða innan ólíkra geira á Norðurlöndunum. 

Sjá nánar um málstofuna og skráið þátttöku hér