Hvernig getur tæknistutt nám stuðlað að byggðaþróun?

 

Nær 70 áhugasamir þátttakendur frá ýmsum menntastofnunum og fyrirtækjum mættu á málþing Distans í Þórshöfn, þar sem sjónum var beint að því hvernig hægt er að nýta fjarkennslu og beitingu tækni við nám, kennslu og þróun á dreifbýlissvæðum. Auk áhugaverðra og hvetjandi fyrirlestra um fjarkennslu í örðum dreifbýlissvæðum á Norðurlöndunum, var sjónum beint að reynslu og tækifærum sem blasa við á Færeyjum. Fyrirlestrar Færeyinganna sýndu fram á að það er talsverð reynsla fyrir hendi á mismunandi sviðum og miklu skiptir að vinna saman að og þróa hana áfram. Við verslunarskólann í Kambsdal, sem hefur um árabil boðið upp á fjarkennslu í grunnfögum í viðskiptagreinum, eru nemendur ekki aðeins nemar sem búa í strjálbýlum svæðum á Færeyjum, heldur einnig nemar af færeysku bergi brotnir um allan heim. Verslunarskólinn í Þórshöfn býður t.d. upp á stök fög í viðskiptagreinum í samstarfi við Háskólann í Árósum.  Á sama hátt er hægt að ljúka B.Sc. í hugbúnaðarverkfærði við háskólann í Færeyjum sem er skipulagt á þann hátt að deildin hefur samvinnu við Mittuniversitetet í Svíþjóð sem býður upp á sum námskeiðin í fjarkennslu fyrir stúdenta á Færeyjum. Fjórða og síðasta dæmið fjallaði um hvernig hægt er að skapa hvetjandi umhverfi við nám með námshermum í tengslum við olíuvinnslu. Það var fyrirtækið Simprentis, alþjóðlegt færeyskt fyrirtæki sem býður upp á námskeið víðsvegar um heiminn.

Nánar á heimasíðu Distans neti NVL:
http://distans.wetpaint.com/