Hvernig má efla sjálfbærni norrænna samstarfsneta?

Netið um sjálfbæra þróun hefur sett saman einblöðung um hvernig netin geta orðið meðvitaðri um sjálfbærni eigin neta.

 
Netið fyrir sjálfbæra þróun hefur tekið saman Einblöðung um hvernig  meðlimir neta geta orðið meðvitaðri um sjálfbærni eigin neta. Netið fyrir sjálfbæra þróun hefur tekið saman Einblöðung um hvernig meðlimir neta geta orðið meðvitaðri um sjálfbærni eigin neta.

NVL net um sjálfbæra þróun vinnur á nýskapandi hátt með hvatningu, kennslu- og aðferðafræði fyrir sjálfbæra þróun framtíðar. Í netinu vaknaði spurningin um hvort við tíðkum það sem við kennum haustið 2019? Er vinnulag og vinnubrögð okkar á fundum netanna sjálfbær?

Svarið við spurningunni kom fram í Rödbergssamningnum, sem fékk nafnið vegna þess að það ver í borgarhlutanum Rödberg í Helsiki, Finnlandi sem skrifað var undir samninginn. Markmið hans var að vekja umfjöllun og umræður um hvernig við getum í samstarfsnetum stuðlað að frekari sjálfbærni vinnuaðferða okkar.

Frá Rödbergssamningnum yfir í Einblöðung

Þar sem starf NVL á næstu árum verður samtvinnað við framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir árið 2030 (Framtíðarsýn Norrænu ráherranefndarinnar um græn og félagslega sjálfbær Norðurlönd) þótti viðeigandi að breyta Rödbergssamningnum í Einblöðung sem öll NVL net gætu nýtt sér.

Lesið nýja einblöðunginn ”How to become a more sustainable network” hér.

Einblöðungar geta virkað eins og gátlisti um hvernig hægt er að efla sjálfbærni í starfi norræns nets. Markmiðið er að í netunum verið fjallað um hvernig þau geta starfað á sjálfbærari hátt og rætt um þau átta atriði sem kynnt eru. Þá eru einnig krækjur í sjálfbæra valkosti, um húsnæði, fundarsali og máltíðir og eins mismunandi mælikvarða til þess að meta loftslagsspor. Málið snýst um ferli sem netin geta nýtt til þess að gera vinnuaðferðir sjálfbærari og litlu skrefin eru jafn mikilvæg og þau stóru.

Ef þú hefur spurningar eða vilt koma einhverju varðandi nýja Einblöðunginn á framfæri biðjum við þig vinsamlegast um að hafa samband Henrika Nordin henrika.nordin@bildningsalliansen.fi.