Hvítbók um umbætur í menntun á Íslandi

 


Í júní 2014 gaf menntamálaráðuneytið út Hvítbók um umbætur í menntun. Þetta er í fyrsta sinn sem menntamálaráðuneytið gefur út hvítbók. Í henni  er fjallað um núverandi stöðu íslenska menntakerfisins og á grundvelli þeirrar greiningar lögð fram drög að áherslum og aðgerðum.

Mesti þunginn er lagður á þau meginmarkmið að bæta árangur í lestri og námsframvindu í framhaldsskólum. Þá er lagt til að starfsnám verði endurskoðað með einföldun grunnnáms og uppbyggingu fagháskólastigs í huga.

Í Hvítbókinni eru nefndar aðgerðir sem varða fullorðna: Mótuð verði heildstæð stefna um náms- og starfsráðgjöf fyrir alla aldurshópa. Hugað verði að þjónustu við eldri nemendur sem símenntunarmiðstöðvar víðs vegar um landið geta veitt samkvæmt stefnu ráðuneytisins um nám alla ævi. Einnig að þörf sé fyrir að samræma starf ýmissa fræðsluaðila þannig að nám í einu kerfi sé metið að verðleikum í öðrum, vilji nemendur ljúka prófi á framhaldsskólastigi.

Meira um Hvítbókina>>>