Í nýrri skýrslu er yfirlit yfir stöðu aðgerða til að efla stafræna hæfni fullorðinna á Norðurlöndum

Netið NVL-Digital stendur að baki skýrslunnar sem ber yfirskriftina: Reduktion af digitale kompetencekløfter og digital eksklusion i de nordiske lande (Drögum úr stafrænu hæfnibili og stafrænni útskúfun á Norðurlöndunum)

 

Í skýrslunni ”Reduktion af digitale kompetencekløfter og digital eksklusion i de nordiske lande” er gerð pólitískri stöðu og áþreifanleg dæmi um aðgerðir á Norðurlöndum sem geta stuðlað að því að minnka stafrænt hæfnibil og stafræna útskúfun á Norðurlöndunum.

Í skýrslunni er veitt yfirlit yfir norræna stefnu er varðar hvernig þjóðfélögin aðlagast og nýta sér tækni, sem hefur bein eða óbein áhrif á vinnu við að minnka stafrænt hæfnibil og draga úr stafrænni útskúfun. Í skýrslunni er yfirlit yfir aðgerðir í:

 • Danmörku
 • Finnlandi
 • Íslandi
 • Noregi
 • Svíþjóð
 • Sjálfstjórnarsvæðin (Grænland, Færeyjar og Álandseyjar).

40 aðgerðir sem beinast að því að minnka stafræna hæfnibilið.

Nýja skýrslan er hugsuð sem skrifborðsrannsókn með söfnun dæma um fræðsluaðgerðir á Norðurlöndum til þess að stuðla að inngildingu í stafrænt samfélag.

Í kortlagningunni sem hefur verið framkvæmd hefur varpað ljósi á 40 aðgerðir. Aðgerðirnar greinast einkum með tilliti til aðalmarkhóps og þess vegna má skipta þeim í eftirfarandi flokka:

 • Aðgerðir sem beinast að markhópnum
 • Aðgerðir sem beinast að ráðgjöfum og starfsfólki sem leiðbeinir eða kennir
 • Opið menntaefni (OER) og öðru miðlægu efni fyrir fræðsluaðila

Markhópurinn er fullorðnir námsmenn sem hafa takmörkuð tækifæri til þess að efla stafræna hæfni.

Í skýrslunni er sjónum einkum beint að fullorðnum námsmönnum sem af mismunandi ástæðum mæta hindrunum í að taka á eðlilegan hátt í stafrænu námi.

Eftirfarandi hópar eru í brennidepli:

 • hreyfihamlaðir einstaklingar
 • eldri borgarar
 • starfsfólk með litla stafræna færni
 • einstaklingar sem aðeins hafa lokið námi úr grunnskóla
 • atvinnulausir
 • flóttamenn og aðrir innflytjendur
 • þátttakendur í fullorðinsfræðslu

Hér er hægt að lesa skýrsluna Reduktion af digitale kompetencekløfter og digital eksklusion i de nordiske lande

Hafa samband við NVL Digital

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um skýrsluna og vinnu NVL-Digital, geturðu haft samband við:

Johanni Larjanko
Verkefnastjóri NVL Digital
Sími: +358 44 770 6592
Netfang: johanni.larjanko@bildningsalliansen.fi

nvl.org/nvl-digital