Í nýútkominni skýrslu er í fyrsta sinn gerður samanburður á kennaramenntun á Norðurlöndunum

 
Þetta endurspeglast einnig í þeirri staðreynd að brottfall úr kennaranámi eykst og umsækjendum um kennaramenntun fækkar. Nýliðun kennaranema er alls staðar vandamál nema í Finnlandi, að jafnaði berast aðeins 1,2 umsóknir um hvert sæti í hinum löndunum en í Finnlandi berast að jafnaði 8 umsóknir um hvert sæti, sem ber vott um meiri vinsældir kennaramenntunar og meiri virðingu fyrir stöðu kennara þar í landi.
Norræna ráðherranefndin hefur nýlega birt skýrslu þar sem borin er saman menntun kennara á Norðurlöndunum. Skýrslan er sú fyrsta sinnar tegundar, samanburður á kennaramenntun á öllum Norðurlöndunum hefur ekki verið gerður fyrr. Námsmatsstofnunin í Danmörku og Kennaraháskóli Danmerkur - Árósaháskóli, sem gerðu skýrsluna hvetja því til frekari rannsókna, sem geta skýrt þann mun sem kemur fram í skýrslunni á stöðu kennara á Norðurlöndunum, og sem myndu stuðla að bættri kennaramenntun á Norðurlöndum.
Skýrslan um kennaramenntun á Norðurlöndunum:
norden.org