Íbúar í Þórshöfn halda upp á fjölbreytileika bæjarins

Aðlögun er tvíhliða ferli. Þessi boðskapur var greinilegur þegar íbúar í Þórshöfn héldu Viku fjölbreytileikans háðtíðlega dagana 3. – 8. október.

 

Frumkvæðið að Viku fjölbreytileikans átti bæjarstjórn Þórshafnar til þess að beina athyglinni að  fjölbreyttum tungumálum og menningu bæjarins. Á dagskrá vikunnar var úrval viðburða sem beindu athygli bæjarbúa að fjölbreytileikanum. Þar á meðal voru erindi um innflytjendur, aðlögun, persónulega reynslu og tungumálanám, pólitískar umræður, umræður í panel sem beindu sjónum að aðlögun, menntun og atvinnu. Auk þess voru sýningar, framboð á mat, dans og tónlist frá ólíkum löndum og margt fleira. Haft er eftir stjórnanda Viku fjölbreytileikans Jónhild Rasmussen: „að meginmarkmiðið er ekki að beina sjónum að aðlögun innflytjenda að samfélagi okkar heldur að veita íbúum Þórshafnar innsýn í fjölbreytileika bæjarins og tækifæri til þess að kynnast betur menningu ólíkra innflytjenda í Þórshöfn en þeir er af fleiri en 100 ólíkum þjóðernum.“

 

Meira um Fjölbreytileika vikuna“