Nýr bæklingur, Starfsmenntun fullorðinna frá sjónarhóli kennslufræði og tengt Dæmasafn innihalda upplýsingar um hvernig unnt er að efla góða fullorðinsfræðslu.
Upplýsingarnar eru byggðar á reynslu af tilrauna- og þróunarsamstarfi og rannsóknum. Textinn er skrifaður á aðgengilegan og notandavænan hátt með raunhæfum hugmyndum um hvernig hægt er að nýta þær. Bæklingurinn veitir innblástur í kennslufræði m.a. um hvernig hægt er að skapa hvetjandi kringumstæður fyrir fullorðna til þátttöku, þar á meðal með því að sjá notagildi námsins, beita raunfærnimati og að styrkja yfirfærslu á kenningum til framkvæmdar, efla virkni þátttakanda, íhugun og bættu námsumhverfi. Lögð er áhersla á mikilvægi tengsla á milli starfsmenntunar og almennrar fullorðinsfræðslu sérstaklega fyrir fullorðna með stutta menntun. Miðstöð færniþróunar í Danmörku gaf bæklinginn út að beiðni menntamálaráðuneytisins, höfundur er Bjarne Wahlgren stjórnandi miðstöðvarinnar.
Lesa bæklinginn
Lesa dæmasafnið