Innfæddir Danir standast ekki prófið til þess að öðlast ríkisborgararétt

 
Í úrtakinu voru  40 spurningar lagðar fyrir 1.112 Dani á aldrinum 18-70 ára. Spurningarnar voru þær sömu og umsækjendur um ríkisborgararétt þurftu að svara á prófi sem lagt var fyrir í desember sl. Einkum ungir Danir myndu eiga í erfiðleikum ef þeir þyrftu að standast sömu kröfur og útlendingar sem sækjast eftir að öðlast danskan ríkisborgararétt. 34 prósent af aldurshópnum 18-29 ára gátu ekki svarað 32 af 40 spurningum, sem þarf til að standast prófið. Þá kemur einnig fram í könnuninni að konur eiga einnig erfitt með að svara spurningunum um danska lífsleikni. 28 prósent danskra kvenna myndi fá höfnun við umsókn um danskan ríkisborgarrétt ef þær hefðu tekið prófið en hið sama á aðeins við um 12 prósent karla.
Meira: Ugebrevet A4