Innleiðing nýrra laga

 

Fyrir hádegi voru flutt erindi þar sem fjallað var um innleiðingu laganna og samstarf símenntunarmiðstöðva og framhaldaskóla. Eftir hádegi skiptu þátttakendur sér milli fjögurra vinnuhópa. Starfmenn frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins héldu utan um einn þeirra sem fjallaði um menntunarþarfir markhóps FA á vinnumarkaði, út frá sjónarhóli einstaklinga og fyrirtækja og stofnana. U.þ.b. 100 manns tóku þátt í ráðstefnunni sem tókst mjög vel í alla staði.

Meira: www.menntamalaraduneyti.is/log-og-reglugerdir/