Ísland tekur þátt í PIAAC

 

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, skrifaði grein i Morgunblaðið 9. mars sl. þar sem hún kynnti áform stjórnvalda um að taka þátt í PIAAC, alþjóðlegri könnun á hæfni á vinnumarkaði. Íslendingar hafa hingað til ekki tekið þátt í þessari könnun og það er því mikið fagnaðarefni að þessi könnun verði framkvæmd hér á landi. Niðurstöður könnunarinnar munu aðstoða stefnumótendur og fræðsluaðila við móta úrræði og aðgerðir til að auka hæfni á vinnumarkaði.

http://frae.is/uncategorized/island-tekur-thatt-piaac/